Arctic logo

COVID-19 hraðpróf

Arctic Therapeutics býður upp á COVID-19 sýnatöku með hraðprófi (rapid antigen test) þar sem niðurstaða fæst eftir 12 mínútur.

COVID-19 skimunargjald er 8.500 kr. og er vottorð innifalið. Sýnatökur fara fram á Borgum v/Norðurslóð, Akureyri.

Mögulegt er að fara í COVID-19 sýnatöku fyrir ferðalög til þeirra landa sem samþykkja Antigen próf við landamæri. Prófið skal hafa verið tekið innan við 72 tímum fyrir brottför.

Unnið er að því að innleiða hraðprófin víðar um landið og verður þessi síða uppfærð um leið og nýir sýnatökustaðir bætast við.

Ef viðkomandi er með einkenni eða grun um smit ráðleggjum við að bókað sé frekar í RT-PCR próf hjá heilsugæslustöðvum. Ef niðurstaða hraðprófsins reynist jákvæð skuli niðurstaðan sannreynd eins fljótt og auðið er með RT-PCR prófi.

Bóka tíma

English